Fortinet þjálfun í Reykjavík – Maí 2025

Description

Exclusive Networks, í samstarfi við Fortinet, mun halda þrjár mismunandi þjálfanir/námskeið í Reykjavík í byrjun maí 2025.

Þessi námskeið eru sniðin fyrir þá sem eru nú þegar að reka Fortinet netkerfi og búnað og vilja ná betur utan um reksturinn og hámarka með því hagræði auk þess að samhliða auka netöryggi kerfa. Þjálfunin er haldin á Hótel Nordica og er undir handleiðslu afar reynslumikils Fortinet Certified Trainer (FCT) frá Póllandi sem áður hefur haldið vel heppnuð námskeið á Íslandi.

Um er að ræða þrjú mismunandi námskeið:

FortiAnalyzer Administrator þjálfun 2 pláss laus!

Mánudagurinn 5. maí

Fyrir þá sem nota Fortinet netbúnað til að reka netkerfi ásamt því að tryggja netöryggi þeirra kerfa, er FortiAnalyzer nauðsynlegt tól. FortiAnalyzer gefur yfirgripsmikla sýn á öryggisstöðu ásamt því að auka við greiningu ógna ásamt því að auka viðbragðsgetu við atvikum. Ítarlegar skýrslur FortiAnalyzer og mælaborð veita dýrmæta innsýn í netvirkni, öryggisatburði almenna stöðu netkerfa.

Nánari upplýsingar og skráning 

FortiManager Administrator þjálfun Uppselt > Skráning á biðlista

Þriðjudagurinn 6. og miðvikudagurinn 7. maí

Viltu bæta við þekkingu þína á stjórnun Fortinet eldveggja, netbúnaðar og öryggisstefna? Á þessu námskeiði munt þú læra grundvallaratriði þess að nota FortiManager til að stýra Fortinet netbúnaði á skilvirkan hátt. M.a. má nefna að hvernig þú lærir að dreifa og uppfæra öryggisstefnum, stjórna búnaðaruppfærslum og tryggja stöðugt of skilvirki netöryggi með FortiManager.

Nánari upplýsingar og skráning 

FortiGate Immersion þjálfun Fá pláss eftir

Fimmtudagurinn 8. maí

Ertu búinn að taka FortiGate Administrator þjálfun en vilt bæta taka upprifjun og skerpa á kennslunni áður en tekið er FCP – FortiGate Administrator certification próf? FortiGate Immersion þjálfun hjálpar nemendur að festa og bæta þá þekkingu sem til staðar er og undirbúa enn betur til að taka Fortinet – FCP FortiGate Administrator próf og síðan FCP Network Security, FCP Security Operations og FCP Public Cloud Security vottanir.

Nánari upplýsingar og skráning

Öll námskeiðin eru haldin á Hilton Reykjavik Nordica í frábærri aðstöðu og er kaffi og hádegisverður innifalið í námskeiðisgjaldinu. Skráningarfrestur rennur út á miðnætti þann 4. apríl.

Ekki missa af þessu frábæra tækifæri til þess að auka á færni þína í rekstri Fortinet netkerfa með þjálfun á Íslandi.

Kær kveðja, Exclusive Networks og Fortinet

Date Location Duration Time of Event Reminder