Hvernig eru þín kerfi í stakk búin til að verjast ógnum á netinu?

Af hverju er mikilvægt að vernda tölvukerfi og gögn?

Heimurinn hefur tekið breytingum. Öll tölvukerfi, stór sem smá, standa frammi þeim raunveruleika að geta orðið skotmark tölvuárása. Og þegar árásir eru gerðar, er of seint að byggja upp varnirnar. Tölvuárásir geta valdið gríðarlegu tjóni. Fjármunir tapast, starfsemi riðlast og orðspor getur beðið varanlega hnekki. Þar getur Fortinet skipt sköpum.

Af hverju Fortinet?

Fortinet verndar netkerfi og gögn hjá fyrirtækjum, þjónustuaðilum og opinberum stofnunum um heim allan. Fortinet veitir viðskiptavinum sínum áður óþekkta innsýn og varnir í síbreytilegu tækniumhverfi þeirra. Fortinet lausnir eru einfaldari í uppsetningu og rekstri, þær eru opnar og geta því tengst við, og unnið með núverandi lausnum viðskiptavina.

Verndaðu þín kerfi og gögn með Fortinet Security Fabric

Fortinet Security Fabric veitir heildarsýn yfir gögn frá öllum kerfispunktum Fortinet ásamt tengdum forritum og lausnum frá þriðja aðila. Ef hætt steðjar að einu kerfi eru önnur kerfi upplýst samstundis og aðgerðir eru heildrænar og samhæfðar. Fortinet Security Fabric umhverfið er einstakt þar sem það getur verndað þín kerfi og gögn óháð staðsetningu þess hverju sinni. Hvort sem um er að ræða staðbundin kerfi, blandað skýjaumhverfi eða starfsmaður á ferð og flugi*. Fortinet er #1 í sölu og uppsetningum á öryggisvörum á heimsmarkaði. Yfir 500.000 viðskiptavinir treysta Fortinet til að vernda sinn rekstur.

*Sjá nánar: IDC Worldwide Security Appliance Tracker, March 2022 (based on unit shipments of Firewall, UTM, and VPN appliances)

Má bjóða þér frekari fræðslu?

Hafðu samband og fáðu kynningu á þeim búnaði og lausnum sem Fortinet getur boðið upp á í persónu eða með netfundi. Í framhaldinu getur þú tekið samtalið við þinn samstarfsaðila í upplýsingatækni eða einn af fjölmörgum samstarfsaðila Fortinet á Íslandi.

(CRTL/skipun til að velja marga samstarfsaðila | CRTL/Command to choose multiple partners)