Iðnaður undir árás

Description

Á undanförnum árum hafa netárásir á fyrirtæki og stofnanir aukist stórum skrefum og eru nú fá fyrirtæki sem ekki eru byrjuð að efla og styrkja varnir sínar gegn hinum ýmsu tegundum netárása.

En getur verið að eitthvað sé að gleymast?

Fyrirtæki hafa oft víðfemt net iðntölva, stýringa og annars búnaðar sem lifir til hliðar við hin eiginlegu netkerfi fyrirtækja. En þó oft samtengd, sem veldur því að gríðarlega mikilvægt er að skilja og þekkja OT/IOT umhverfi sitt.

Verja þarf slík kerfi með sama hætti og við verjum hefðbundin netkerfi og notendur þeirra.

Exclusive Networks í samstarfi við Fortinet, Gigamon og Forescout bjóða áhugasömum á fræðslufund sem haldinn verður miðvikudaginn 24. apríl á milli kl. 9 og 11 í Grósku í Vatnsmýrinni.

Date Location Duration Time of Event Reminder