Í mars á næsta ári fer Fortinet Accelerate fram í Las Vegas. Eina og undanfarin ár munum við í Exclusive vera með hópferð frá Norðurlöndunum (beint flug frá Íslandi!) á ráðstefnuna.
Fyrir þá sem ekki þekkja Accelerate þá er ráðstefnan árlegur alþjóðlegur viðburður þar sem Fortinet safnar saman samstarfsaðilum, viðskiptavinum og sérfræðingum til að kynna nýjustu lausnir og stefnu í netöryggi. Á ráðstefnunni eru fyrirlestrar, tækninámskeið, verklegar æfingar og síðast en ekki síst einstakt tækifæri til að tengjast leiðandi sérfræðingum í persónu.
Skráning í hópferð Exclusive Networks til Accelerate stendur til 31. desember næstkomandi en þeir sem skrá sig í ferðina fá kóða fyrir 25% afslætti af skráningargjaldi Accelerate.
Ef einhverjar spurningar vakna, ekki hika við að vera í beinu sambandi við Gunnar Inga, gbjornsson@exclusive-networks.com (661 9009)