“Uppselt” – Vinnustofa í Reykjavík 26. ágúst: Threat Hunting Using MITRE ATT&CKTM TTPs to Identify Adversarial Behaviors

Description

“Uppselt”

 

Hvað gerist eftir að vafasamir aðilar eru búnir að komast inn í netkerfi og hvernig er hægt að nýta MITRE ATT&CKTM TTPs til að bera kennsl á ógnir og uppgötva innbrot? Í þessari vinnustofu munum við læra hvernig skaðvaldar stela skilríkjum, hreyfa sig þvert á netkerfi og misnota opin tól til þess að valda skaða og stela gögnum. Við munum fara yfir hvernig hægt er að bera kennsl á þessar aðferðir og síðast en ekki síst, verjast þeim með MITRE ATT&CK aðferðum.

Hvað er þetta?

Um er að ræða gagnvirka vinnustofu í persónu (ekki á netinu) þar sem þú færð að upplifa hvernig netárás virkar, bæði frá sjónarhóli árásaraðila og síðan þeirra sem til varnar eru. Með því að líkja eftir raunverulegum atburðarásum og nýta raunveruleg tól muntu öðlast skilning á hvernig árásir virka og hvernig er best að verjast þeim.

Af hverju ættir þú að taka þátt?

Að vinnustofunni lokinni muntu:

  • Öðlast skilning á MITRE ATT&CK™: Lærðu að nota MITRE ATT&CK til að greina og kortleggja aðferðir og tækni óvina.
  • Þróun veiðiaðferða gegn ógnunum: Byggðu tilgátur, greindu gagnagöt og beittu skipulögðum veiðiaðferðum.
  • Skilja betur hvernig Fortinet nýtist til varna: Fáðu hagnýta reynslu af FortiEDR, FortiSIEM og FortiDeceptor til að greina og bregðast við ógnum.
  • Læra að greina hegðun óvina: Lærðu að bera kennsl á mynstur og aðferðir árásaraðila í mismunandi stigum árásarferlisins.
  • Beiting blekkingartækni: Notaðu blekkingartækni til að laða að og greina illgjarnan aðila í netkerfinu.
  • Öðlast rannsóknarhæfni í reynd: Æfðu að rannsaka sýndarógnir í tilraunaumhverfi til að styrkja greiningar- og viðbragðshæfni.

 Dagskrá dagsins:

12:30 – Hús opnar

13:00 – Vinnustofa hefst

15:30 – Kaffihlé (c.a.)

17:00 – Lok (c.a.)

 Engin fyrri reynsla af Fortinet vörum er nauðsynleg til að taka þátt, en það er kostur ef þú hefur það.

Staður: Grandhótel – Gallerí

Kostnaður: Ókeypis!

Hvað þarftu?

Nauðsynlegt er að hafa góðan skilning á rekstri netkerfa og mæta með sína eigin tölvu. Mikilvægt er að þeir sem ætla að taka þátt í tæknilega hluta þess hafi þegar skráð reikning í Fortinet Training Portal. Þeir sem ekki hafa gert það er bent á að gera það hérna

Lærðu hvernig á að vernda fyrirtækið þitt gegn netógnum nútímans. Pláss eru takmörkuð, svo skráðu þig í dag!

 

Date Location Duration Time of Event Reminder